is
Audio
H.c. Andersen

Prinsessan á bauninni

Listen in app
Konungssonur nokkur óskar sér einskis heitar en að giftast prinsessu, en það verður að vera sönn prinsessa. Þrátt fyrir mikla leit verður honum lítið úr að finna nokkra sem uppfyllir þær kröfur. En eitt votviðrasamt kvöld ber hráblaut stúlka að dyrum og beiðist gistingar. Það liggur í augum uppi að hún er prinsessa – en er hún sönn prinsessa?

Gamla drottningin kann ráð til að komast að því. Hún leggur baun neðst í rúmið hennar, til að sjá hvernig henni verði við. Og morguninn eftir hefur hún sögu að segja.

Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.

H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Prinsessan á bauninni" er örstutt saga sem dregur saman ímynd margra prinsessa sem finna má í verkum hans. Þó ekki sé ljóst hvers vegna hin sanna prinsessa var ein á ferli í óveðrinu er ljóst, að hún er svo sannarlega viðkvæm eins og skrautblóm.
0:03:07
Publisher
Saga Egmont
Publication year
2020
Have you already read it? How did you like it?
👍👎
fb2epub
Drag & drop your files (not more than 5 at once)